Arnór áfram í Danmörku

Arnór Atlason verður áfram þjálfari u20 ára landsliðs Danmerkur.
Arnór Atlason verður áfram þjálfari u20 ára landsliðs Danmerkur. Ljósmynd/Foto Olimpik

Arnór Atlason, þjálfari danska U20 ára landsliðs karla í handbolta, hefur framlengt samning sinn um eitt ár. Hann verður því þjálfari liðsins á heimsmeistaramóti U21 árs landsliða sem fer fram á næsta ári. 

Hann tók við þjálfun á þessum árgangi fyrir þremur árum. Undir stjórn hans hafnaði landsliðið í fimmta sæti á Evrópumóti U19 ára í Króatíu í ágúst í fyrra. 

Arnór er einnig aðstoðarþjálfari hjá Aalborg í Danmörku þar sem Aron Pálmarsson leikur. Arnór lék 200 leiki fyrir íslenska landsliðið í handknattleik og skoraði í þeim yfir 400 mörk. Arnór var hluti af landsliði Íslands sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum í Bejing árið 2008. 

mbl.is