Jafntefli í seinni leik Íslands í dag

Sólveig Þórmundsdóttir, Elísabet Millý Elíasdóttir og Ásrún Inga Arnarsdóttir.
Sólveig Þórmundsdóttir, Elísabet Millý Elíasdóttir og Ásrún Inga Arnarsdóttir. Ljósmynd/HSÍ

U16 ára landslið Íslands gerði jafntefli í seinni leik sínum í dag við jafnaldra sína frá Lettlandi á Opna Evrópumótinu í handknattleik stúlkna en það stendur yfir í Svíþjóð. Stelpurnar eru að keppa um 13.-17. sæti á mótinu. 

Frá þessu greinir Handbolti.is

Lettar voru marki yfir í hálfleik 11:10 en íslenska liðið vann seinni hálfleikinn 7:6 og 17:17 jafntefli því niðurstaðan. 

Íslenska liðið burstaði Eistlandi 27:10 í fyrri leik dagsins þar sem eistneska liðið skoraði aðeins eitt mark í síðari hálfleik. 

Mörk Íslands skoruðu þær: Ester Amíra Ægisdóttir og Dagmar Guðrún Pálsdóttir með 4, Þóra Hrafnkelsdóttir, Kristbjörg Eiríksdóttir og Rakel Dórothea Ágústsdóttir með 2, Ágústa Rún Jónsdóttir. Arna Karítas Eiríksdóttir og Sólveig Þórmundsdóttir með 1. 

Næsti leikur Íslands verður í fyrramálið við færeyska landsliðið.

mbl.is