Glæsilegur sigur á heimakonum

Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk.
Elín Klara Þorkelsdóttir skoraði sex mörk. Ljósmynd/IHF

Íslenska U18 ára landslið kvenna í handbolta fer áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramótsins í Skopje með fullt hús stiga úr milliriðli eftir 25:22-sigur á heimakonum í Norður-Makedóníu í seinni leik liðsins í milliriðli í kvöld.

Ísland var með 13:10-forskot í hálfleik og stóð af sér nokkur hættuleg áhlaup heimakvenna í seinni hálfleik.

Ísland mætir Hollandi í átta liða úrslitum á sunnudaginn kemur.

Mörk Íslands:

Elín Klara Þorkelsdóttir 6, Inga Dís Jóhannsdóttir 6, Lilja Ágústsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.

mbl.is