Skellur gegn Ungverjum í Podgorica

U18 karlalandslið Íslands í handbolta.
U18 karlalandslið Íslands í handbolta. Ljósmynd/HSÍ

Íslenska U18 ára landslið karla í handbolta mátti þola 23:30-tap fyrir Ungverjalandi í öðrum leik sínum á EM í Podgorica í dag.

Ungverska liðið var með forystuna allan tímann og var sigurinn aldrei í hættu. Með sigrinum tryggði Ungverjaland sér sæti í átta liða úrslitum en Ísland mætir Þýskalandi á sunnudag í hreinum úrslitaleik um sæti á meðal átta bestu.

Mörk Íslands:

Atli Steinn Arnarson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Viðar Ernir Reimarsson 3, Elmar Erlingsson 2, Sæþór Atlason 2, Örrur Haraldsson 2, Andri Fannar Elísson 1, Andrés Marel Sigurðarson 1, Hans Jörgen Ólafsson 1, Birkir Snær Steinsson 1, Kjartan Þór Júlíusson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1.

mbl.is