Fjölnismaðurinn færir sig í Garðabæinn

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson virðist hafa fært sig í Garðabæinn.
Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson virðist hafa fært sig í Garðabæinn. Ljósmynd/Fjölnir

Handknattleiksmaðurinn Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson virðist vera genginn til liðs við Stjörnuna en nafn hans var á leikskýrslu Stjörnuliðsins í gær þegar það mætti Aftureldingu í 1. umferð UMSK-mótsins í Kórnum. 

Aðalsteinn er örvhent skytta sem uppalinn er hjá Fjölni. Hann skoraði 102 mörk í 19 leikjum með Fjölni i 1. deildinni á síðustu leiktíð og endaði sem fjórði markahæsti leikmaður deildarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert