Frá handboltavellinum á golfvöllinn

Sigurbergur Sveinsson er að gera góða hluti á Íslandsmótinu í …
Sigurbergur Sveinsson er að gera góða hluti á Íslandsmótinu í golfi. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Sigurbergur Sveinsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta, er að gera áhugaverða hluti á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum.

Sigurbergur, sem fór á tvö stórmót með íslenska landsliðinu, er í ellefta sæti eftir þrjá hringi af fjórum í Vestmannaeyjum. Hann er á samanlagt einu höggi undir pari, fimm höggum eftir Kristjáni Þór Einarssyni í toppsætinu.

Sigurbergur, sem keppir fyrir Golfklúbb Vestmannaeyja, átti afar góðan þriðja hring og lék á 65 höggum, fimm höggum undir pari. Aðeins forystusauðurinn Kristján Þór Einarsson og Sigurður Bjarki Blumenstein, sem jafnaði vallarmetið, léku betur í gær.

Gangi Sigurbergi allt í haginn, gæti hann blandað sér í toppbaráttuna á lokadeginum í dag. 

mbl.is