Ísland leikur um sjöunda sætið

Tinna Sigurrós Traustadóttir átti fínan leik hjá íslenska liðinu.
Tinna Sigurrós Traustadóttir átti fínan leik hjá íslenska liðinu. Ljósmynd/IHF

Íslenska U18 ára landslið kvenna í handbolta mátti þola 29:32-tap fyrir Frakklandi á HM í Skopje í Norður-Makedóníu í kvöld. Fyrir vikið leikur íslenska liðið um sjöunda sæti mótsins.

Staðan í hálfleik var 17:14, Frakklandi í vil, og var íslenska liðið ekki sérlega líklegt til að jafna í seinni hálfleiknum.

Ísland leikur lokaleik sinn á mótinu um sjöunda sætið á miðvikudag. Andstæðingurinn verður tapliðið úr leik Egyptalands og Svíþjóðar sem fram fer síðar í kvöld. 

Mörk Íslands:

Katrín Anna Ásmundsdóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Lilja Ágústsdóttir 5, Tinna Sigurrós Traustadóttir 4, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Sonja Lind Sigsteinsdóttir 2, Brynja Katrín Benediktsdóttir 1, Rakel Oddný Guðmundsdóttir 1, Thelma Melsteð Björgvinsdóttir 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert