Sveinn Andri til Þýskalands

Sveinn Andri Sveinsson í leik með Aftureldingu á síðasta tímabili.
Sveinn Andri Sveinsson í leik með Aftureldingu á síðasta tímabili. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Sveinn Andri Sveinsson hefur skrifað undir hjá þýska B-deildarliðinu Empor Rostock. Aðeins einn mánuður er þar til Sveinn hefði átt að taka slaginn með liði Aftureldingar í efstu deild.

Hafþór Már Vignisson skrifaði einnig undir hjá Empor Rostock í sumar en hann kemur þaðan frá Stjörnunni. 

Empor Rostock lenti í 15. sæti af 20 liðum í þýsku B-deildinni á síðasta tímabili.

Sveinn Andri kom til Aftureldingar árið 2020 þegar hann kom til liðsins frá ÍR en hann hefur verið að glíma við erfið meiðsli síðustu tvö ár.

Sveinn sleit krossband í hné og var nær alveg frá keppni fyrra tímabilið og talsvert inn á það síðasta. Þegar Sveinn Andri hafði jafnað sig af krossbandaslitinu tóku við frekari hnémeiðsli  sem varð til þess að kraftar hans nýttust ekki sem skildi á síðari hluta síðasta tímabils.

„Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar í samtali við handbolta.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert