Sigur með minnsta mun og HM-sætið tryggt

Viðar Ernir Reimarsson skoraði sex mörk fyrir Ísland í dag.
Viðar Ernir Reimarsson skoraði sex mörk fyrir Ísland í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 18 ára og yngri hafði betur gegn Svartfjallalandi með minnsta mun, 30:29, þegar liðin mættust á Evrópumóti karla í aldursflokknum í Podgorica í Svartfjallalandi í dag.

Með því að sigra í dag mun Ísland spila um 9. – 12. sæti á EM. Með sigrinum tryggði liðið sér í leiðinni sæti á HM 19 ára á næsta ári auk sætis á EM 20 ára eftir tvö ár.

Sigurinn var því ansi mikilvægur upp á þátttöku liðsins á næstu stórmótum að gera.

Markahæstir hjá Íslandi voru þeir Viðar Ernir Reimarsson og Kjartan Þór Júlíusson, báðir með sex mörk, og skammt undan var Atli Steinn Arnarsson með fimm mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert