Sleit krossband á æfingu

Gunnar Dan Hlynsson í leik Gróttu og Hauka í lok …
Gunnar Dan Hlynsson í leik Gróttu og Hauka í lok október. mbl.is/Óttar Geirsson

Handknattleiksmaðurinn Gunnar Dan Hlynsson varð fyrir því óláni að slíta krossband í hné á æfingu með Haukum á dögunum.

Hann staðfesti tíðindin við handbolti.is „Þetta gerðist bara á æfingu í síðustu viku, strax eftir verslunarmannahelgi,“ sagði Gunnar við netmiðilinn.

Gunnar er ekki eini línumaður Hauka, sem er fjarverandi vegna krossbandsslits, því landsliðsmaðurinn Þráinn Orri Jónsson leikur ekkert með Haukum á þessu ári vegna sambærilegra meiðsla.

Gunnar lék með Haukum frá áramótum síðasta vetur eftir að hafa verið að láni hjá Gróttu í eitt og hálft tímabil. 

mbl.is