Sögulegur sigur Suður-Kóreu á HM U18

Suður-Kórea að fagna sigrinum í gær.
Suður-Kórea að fagna sigrinum í gær. Ljósmynd/IHF

Sigur Suður-Kóreu í gær á HM U18 kvenna í handbolta var í fyrsta skipti á sem sigurvegari utan Evrópu vinnur mótið, en þa hefur verið haldið átta sinnum.  

Suður-Kórea vann úrslitaleikinn 31:28 gegn Danmörku í gær.

Einnig er þetta sögulegt að því leyti að ekki í neinum aldursflokki í sögu mótsins hafa verið sigurvegarar í karla og kvennaflokki í sama aldurshóp þar sem hvorugt liðið er úr Evrópu.

Suður-Kórea er sigurvegari í kvennaflokki og Egyptaland vann HM U18 síðast þegar það var haldið árið 2019.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert