Styttist í handboltatímabilið

Mynd úr leik Selfoss og Vals á tímabilinu.
Mynd úr leik Selfoss og Vals á tímabilinu. mbl.is/Óttar Geirsson

Ragnarsmót karla í handbolta hefst í dag í Set-höllinni á Selfossi. Mótið er haldið í 34. sinn og boðar að stutt sé í Íslandsmót.

Fyrsti leikur æfingamótsins er leikur Selfoss gegn Aftureldingu klukkan 18.30 í dag. Allir leikir mótsins eru spilaðir í höllinni á Selfossi.

UMSK-mótið hófst einnig í gær í Kórnum og svo hefst Hafnafjarðarmótið á mánudaginn í næstu viku.

Spilaðir verða leikir í Ragnarsmótinu og UMSK-mótinu alla daga í þessari viku ef fólk vill hita upp fyrir tímabilið í vændum.

Ragnarsmót kvenna hefst 30. ágúst.

Íslandsmótið hefst svo 8. september karlamegin og 15. september kvennamegin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert