Íslenska liðið fer ekki til Ísrael

Íslenska liðið keppir báða leikina við Ísrael á heimavelli.
Íslenska liðið keppir báða leikina við Ísrael á heimavelli. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Kvennalandslið Íslands í handbolta leikur báða leiki sína við Ísrael í forkeppni heimsmeistaramótsins á Ásvöllum en leika átti heima og að heiman.

Handknattleikssambönd þjóðanna hafa komist að samkomulagi þess efnis. Fyrri leikurinn fer fram laugardaginn 5. nóvember og seinni leikurinn degi síðar.

Átti fyrri leikurinn að vera hér á landi 2. eða 3. nóvember og seinni leikurinn í Ísrael 5. eða 6. nóvember.

Sigurliðið úr einvíginu fer í umspilseinvígi um sæti á lokamóti HM 2023 sem haldið verður í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í desember á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert