Úr Mosfellsbæ í Garðabæinn

Eva Dís Sigurðardóttir er orðin leikmaður Stjörnunnar.
Eva Dís Sigurðardóttir er orðin leikmaður Stjörnunnar. Ljósmynd/Stjarnan - skjáskot

Handknattleikskonan Eva Dís Sigurðardóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Aftureldingu. Eva, sem er markvörður, hefur alla tíð spilað með Aftureldingu, þar til nú.

Eva er 21 árs gömul og hefur verið aðalmarkvörður Aftureldingar síðustu ár, í efstu og næstefstu deild. Afturelding féll úr deild þeirra bestu á síðustu leiktíð.

Eva á leiki með yngri landsliðum Íslands og á hefur hún verið í æfingahópi A-landsliðsins.  

mbl.is