Ómar og Gísli létu vel að sér kveða

Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu.
Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Landsliðsmennirnir Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson léku báðir vel fyrir Magdeburg eins og þeirra er von og vísa þegar liðið vann góðan 31:26-útisigur á Göppingen í þýsku 1. deildinni í dag.

Ómar Ingi var markahæstur í liði Magdeburg ásamt Svíanum Daniel Pettersson er þeir skoruðu báðir sex mörk. Ómar Ingi gaf sömuleiðis eina stoðsendingu.

Gísli Þorgeir skoraði þá þrjú mörk fyrir Magdeburg og var sömuleiðis með eina stoðsendingu.

Eftir sigurinn er Magdeburg í öðru sæti þýsku deildarinnar með fullt hús stiga, 8 stig, að loknum fjórum umferðum. Rhein-Neckar Löwen er á toppnum með betri markatölu.

mbl.is
Loka