Íslandsmeistararnir fá liðstyrk

Fram tapaði fyrir Stjörnunni í 1. umferð Olísdeildarinnar.
Fram tapaði fyrir Stjörnunni í 1. umferð Olísdeildarinnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við skyttuna Tamara Jovicevic, en hún er 23 ára og frá Svartfjallalandi.

Jovicevic hefur leikið í heimalandinu, Frakklandi, á Spáni og Tékklandi. Hún hefur verið viðloðandi svartfellska landsliðið undanfarin ár.

Fram hefur farið illa af stað á tímabilinu en liðið tapaði í Meistarakeppni HSÍ gegn Val, 19:23, og í 1. umferð Olísdeildarinnar gegn Stjörnunni, 20:26.

mbl.is
Loka