Meistararnir halda áfram að styrkja sig

Madeleine Lindholm.
Madeleine Lindholm. Ljósmynd/Fram

Finnska handknattleikskonan Madeleine Lindholm er gengin til liðs við Íslandsmeistara Fram.

Þetta tilkynnti félagið á samfélagsmiðlum sínum í dag en Lindholm skrifaði undir samning sem gildir út yfirstandandi keppnistímabil.

Hún kemur til félagsins frá Sjundeå þar sem hún á að baki 268 leiki í öllum keppnum þar sem hún hefur skorað 1438 mörk. 

Hún er fædd árið 1994 og er örvhent skytta og sterkur varnarmaður sem mun styrkja okkar frábæra kvennalið verulega,“ segir meðal annars í tilkynningu Framara.

Lindholm er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Framara á stuttum tíma því í gær skrifaði Tamara Jovicevic frá Svartfjallalandi undir samning við félagið.

mbl.is