Aron og Bjarki fögnuðu Evrópusigrum

Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson fögnuðu báðir sigri í …
Bjarki Már Elísson og Aron Pálmarsson fögnuðu báðir sigri í Meistaradeildinni í kvöld. mbl.is/Unnur Karen

Danska liðið Aalborg fagnaði öruggum 33:25-útisigri á Elverum frá Noregi í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld.

Mads Hangaard var markahæstur hjá Aalborg með sjö mörk og þar á eftir kom danska stórstjarnan Mikkel Hansen með sex. Aron Pálmarsson gerði þrjú.

Stig-Tore Nilesen skoraði fimm fyrir Elverum. Orri Freyr Þorkelsson gerði eitt mark fyrir norska liðið.

Liðin leika í B-riðli og er Aalaborg með tvo sigra eftir tvo leiki en Elverum hefur tapað báðum leikjum sínum til þessa.

Í A-riðli vann ungverska stórliðið Veszprém 35:28-útisigur á Porto frá Portúgal. Serbinn Petar Nenandic var markahæstur hjá Veszprém með átta mörk.

Þar á eftir kom Bjarki Már Elísson með fjögur. Veszprém er með tvo sigra eftir tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert