Fór í aðgerð og snýr aftur eftir áramót

Elna Ólöf Guðjónsdóttir í leik með HK á síðasta tímabili.
Elna Ólöf Guðjónsdóttir í leik með HK á síðasta tímabili. mbl.is/Kristinn Magnússon

Elna Ólöf Guðjónsdóttir, línumaður kvennaliðs HK í handknattleik, mun að öllum líkindum ekkert leika með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hafa gengist undir aðgerð á hné.

Þetta staðfesti hún í samtali við Handbolta.is.

„Liðþófi í öðru hné skaddaðist í ágúst og ég þurfti að fara í aðgerð til þess að fá hann lagaðan.

Liðþófinn var saumaður sem þýðir að endurhæfingartíminn verður lengri en ef ekki hefði komið til þess,“ útskýrði Elna Ólöf.

Því býst hún við að vera frá keppni þar til á nýju ári.

HK leikur í úrvalsdeild kvenna, Olísdeildinni, þar sem Elna Ólöf hefur verið lykilmaður liðsins, þá sér í lagi í vörninni.

mbl.is