Framarar í toppsætið

Luka Vukicevic úr Fram sækir á Þorstein Leó Gunnarsson í …
Luka Vukicevic úr Fram sækir á Þorstein Leó Gunnarsson í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Fram er komið upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta eftir 28:26-heimasigur á Aftureldingu í 3. umferðinni í kvöld. Fram er með fimm stig eftir þrjá leiki en Afturelding er aðeins með eitt stig.

Fram byrjaði mun betur og komst í 9:3 snemma leiks. Þá kom góður kafli hjá Aftureldingu, því staðan í hálfleik var 13:12, Mosfellingum í vil.

Mikið jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik en Afturelding var með 25:23-forskot þegar skammt var eftir. Framarar voru hins vegar sterkari í blálokin og tryggðu sér nauman sigur.

Mörk Fram: Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Ólafur Brim Stefánsson 5, Reynir Þór Stefánsson 4, Luka Vukicevic 4, Marko Coric 3, Þorvaldur Tryggvason 2, Stefán Orri Arnalds 2, Ívar Logi Styrmisson 1, Stefán Darri Þórsson 1.

Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson, Arnór Máni Daðason 3.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Birkir Benediktsson 5, Blær Hinriksson 4, Igor Kopishinsky 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Einar Ingi Hrafnsson 1.

Varin skot: Jovan Kukobat 4, Brynjar Vignir Sigurjónsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert