Haukar fögnuðu eftir spennuleik við Selfoss

Geir Guðmundsson skýtur að marki Selfoss.
Geir Guðmundsson skýtur að marki Selfoss. mbl.is/Unnur Karen

Haukar unnu sinn annan sigur á leiktíðinni í Olísdeild karla í handbolta er liðið lagði Selfoss af velli í miklum spennuleik á Ásvöllum í kvöld, 27:26.

Selfoss fékk fín tækifæri til að jafna á lokasekúndunum en Stefán Huldar Stefánsson var sannarlega betri en enginn í marki Hauka á lokakaflanum.

Haukar náðu mest sjö marka forskoti í fyrri hálfleik en Selfyssingar neituðu að gefast upp og jöfnuðu í 24:24 þegar seinni hálfleikur var rúmlega hálfnaður. Haukar skoruðu hins vegar einu marki meira síðasta tæpa korterið og unnu nauman sigur.

Mörk Hauka: Andri Már Rúnarsson 6, Heimir Óli Heimisson 5, Atli Már Báruson 4, Adam Haukur Baumruk 3, Geir Guðmundsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Ólafur Ægir Ólafsson 2, Brynjólfur Snær Brynjólfsson 1.

Varin skot: Matas Pranckevicius 7, Stefán Huldar Stefánsson 4.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 10, Guðmundur Hólmar Helgason, Ísak Gústafsson 4, Richard Sæþór Sigurðsson 3, Guðjón Baludr Ómarsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 11, Vilius Rasimas 4.

mbl.is