Meistararnir einir á toppnum

Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld.
Jakob Martin Ásgeirsson var markahæstur FH-inga í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar Vals unnu sterkan 33:28-útisigur á FH í 3. umferð Olís­deild­ar karla í hanknattleik í Kaplakrika í kvöld.

Valur var með 17:15-forystu og lengi vel var áfram mikið jafnræði með liðunum í síðari hálfleiknum.

Þegar síðari hálfleikur var um það bil hálfnaður óx Valsmönnum hins vegar ásmegin og náði liðið mest sjö marka forystu, 31:24 og 32:25, þegar skammt var eftir af leiknum.

FH klóraði aðeins í bakkann en niðurstaðan góður fimm marka sigur Vals.

Valur er þar með eina liðið með fullt hús stiga, 6 stig, á toppi deildarinnar að loknum þremur leikjum.

Arnór Snær Óskarsson var markahæstur Valsmanna með sjö mörk og skammt undan var bróðir hans Benedikt Gunnar með sex mörk.

Björgvin Páll Gústavsson varði 14 skot í marki Vals.

Markahæstur í liði FH var Jakob Martin Ásgeirsson með sex mörk og þar á eftir kom Ásbjörn Friðriksson með fimm mörk.

Phil Döhler varði 13 skot í marki FH.

Mörk FH: Jakob Martin Ásgeirsson 6, Ásbjörn Friðriksson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Birgir Már Birgisson 4,  Egill Magnússon 2, Einar Bragi Aðalsteinsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1.

Var­in skot: Phil Döhler 13, Axel Hreinn Hilmisson 2.

Mörk Vals: Arn­ór Snær Óskars­son 7, Bene­dikt Gunn­ar Óskars­son 6, Sti­ven Tob­ar Valencia 5, Magnús Óli Magnús­son 4, Tjörvi Týr Gísla­son 3, Finn­ur Ingi Stef­áns­son 3, Ró­bert Aron Hostert 2, Þorgils Jón Svölu Bald­urs­son 2, Agnar Smári Jónsson 1.

Var­in skot: Björg­vin Páll Gúst­avs­son 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert