Aron drjúgur í óvæntu jafntefli

Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Landsliðsfyrirliðinn Aron Pálmarsson átti góðan leik fyrir Aalborg þegar liðið gerði óvænt 29:29-jafntefli við Bjerringbro/Silkeborrg í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik karla í dag.

Aron skoraði fjögur mörk og gaf fjórar stoðsendingar að auki fyrir liðsfélaga sína.

Markahæstur í liði Aalborg var danska stórstjarnan Mikkel Hansen með sex mörk. Markahæstur í leiknum var hins vegar Alexander Lynggaard með átta mörk fyrir Bjerringbro/Silkeborg.

Aalborg er þrátt fyrir jafnteflið áfram á toppi deildarinnar með 9 stig eftir fimm leiki en ríkjandi Danmerkurmeistarar GOG eiga leik til góða og geta með sigri í honum komist upp fyrir Aalborg.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert