Harpa næstmarkahæst í tapi

Harpa Rut Jónsdóttir í búningi Amicitia Zürich.
Harpa Rut Jónsdóttir í búningi Amicitia Zürich. Ljósmynd/Amicitia Zürich

Harpa Rut Jónsdóttir, Sunna Guðrún Pétursdóttir og liðsfélagar þeirra í Amicitia Zürich máttu sætta sig við 19:24-tap fyrir Brühl þegar liðin áttust við í svissnesku úrvalsdeildinni í handknattleik kvenna í dag.

Harpa Rut lét vel að sér kveða í sókninni og skoraði fimm mörk úr sjö skotum.

Var hún næstmarkahæst í leiknum.

Sunna Guðrún varði sex af þeim 22 skotum sem hún fékk á sig og var þannig með 28 prósent markvörslu.

Eftir tapið er Zürich í 5. sæti deildarinnar með 4 stig eftir fjóra leiki.

mbl.is