Skoraði fjögur í Meistaradeildinni

Orri Freyr Þorkelsson í leik með landsliðinu á EM síðasta …
Orri Freyr Þorkelsson í leik með landsliðinu á EM síðasta vetur. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Orri Freyr Þorkelsson landsliðsmaður í handknattleik skoraði fjögur mörk fyrir norska meistaraliðið Elverum í kvöld þegar það sótti Nantes heim til Frakklands í Meistaradeild Evrópu.

Orri nýtti öll fjögur skot sín í leiknum en það dugði skammt því Nantes vann mjög öruggan sigur, 41:30. Viktor Gísli Hallgrímsson landsliðsmarkvörður lék ekki með Nantes vegna meiðsla. 

Elverum hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum í keppninni en Nantes hefur unnið tvo af fyrstu þremur.

mbl.is