Ósáttur við að dómararnir hafi ekki notað skjáinn

Stefán Rafn Sigurmannsson með boltann í leiknum í kvöld.
Stefán Rafn Sigurmannsson með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Stefán Rafn Sigurmannsson, hornamaður Hauka, fékk að líta rauða spjaldið í leik liðsins gegn Stjörnunni í kvöld. 

Stefán fékk rautt og blátt spjald fyrir að kasta boltanum í hausinn á Arnóri Frey Stefánssyni markverði Hauka en Stefán sjálfur var ekki sáttur með ákvörðun dómaranna og vildi meina að boltinn hefði ekki farið í hausinn á Arnóri

Myndbandsdómgæsla var í boði á leiknum en dómarateymið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson nýttu sér hana ekki í atvikinu heldur gáfu Stefáni beint rautt spjald.

Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, tjáði sig um atvikið við blaðamann mbl.is eftir leik.

„Já ég sá þetta. Boltinn fer í höfuðið á honum og inn. VAR var í boði í þessum leik og ég hefði viljað að þeir hefðu bara skoðað þetta aftur, þá hefði maður ekki getað sagt neitt. Ég get allavega gagnrýnt þá fyrir að hafa ekki skoðað þetta aftur.“

Eins og áður sagði fylgdi bláa spjaldið því rauða og er því ljóst að atvikið verður tekið fyrir á fundi aganefndar. Það gæti því verið að Stefán Rafn þurfi að taka út leikbann eftir þetta atvik.

mbl.is