Kristján skoraði í góðum sigri í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Kristján Örn Kristjánsson skoraði þrjú mörk í kvöld. AFP

Kristján Örn Kristjánsson og liðsfélagar í Pays d'Aix unnu góðan sigur, 38:33, í frönsku A-deildinni í handbolta í kvöld.

Kristján skoraði alls þrjú mörk í leiknum og sá til þess að Aix vann þriðja leik sinn af fjórum það sem af er tímabils, en liðið er í fjórða sæti eftir að hafa tapað fyrsta leiknum.

mbl.is