Aron skoraði sex og lagði upp þrjú í sigri Álaborgar

Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu.
Aron Pálmarsson í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Árni Sæberg

Aron Pálmarsson var atkvæðamikill í öflugum útisigri Álaborgar á GOG í dönsku úrvalsdeild karla í handbolta í dag, en hann skoraði sex mörk og lagði að auki upp þrjú.

Lokatölur urðu 35:29 fyrir Álaborg þar sem Arnór Atlason, fyrrverandi landsliðsmaður, er einnig aðstoðarþjálfari.

Svíinn Lukas Sandell var markahæstur í liði gestanna með sjö mörk.

Álaborg situr nú á toppnum í deildinni með 11 stig eftir sex leiki. Liðið hefur unnið fimm og gert eitt jafntefli. GOG hafði unnið alla fimm leiki sína fram að þessu en er nú með 10 stig í þriðja sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert