Magnaðir Valsarar enn með fullt hús

Arnór Snær Óskarsson sækir að marki Fram í kvöld.
Arnór Snær Óskarsson sækir að marki Fram í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íslands- og bikarmeistarar Vals eru enn með fullt hús stiga á toppi Olís deildar karla í handbolta eftir fimm leiki. Liðið vann 34:27-sigur á Fram á Hlíðarenda í kvöld.

Leikurinn var mikil skemmtun og var jafnræði með liðunum framan af. Þegar um 10 mínútur voru til hálfleiks virtust Valsarar vera að detta í gang og komust þeir fjórum mörkum yfir þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af hálfleiknum. Fram skoraði þó síðustu þrjú mörk hálfleiksins og leiddi Valur því einungis með einu marki, 16:15, þegar liðin gengu til búningsherbergja. 

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri en mikið jafnræði var með liðunum. Þegar leið á var þó eins og Valur kæmist í betri takt, líkt og í fyrri hálfleik en þegar um korter var eftir leiddu Hlíðarendapilar með fimm mörkum. Fram gafst þó ekki upp og klóraði aðeins í bakkann en að lokamínútunum voru Valsarar, með Róbert Aron Hostert í broddi fylkingar einfaldlega sterkari. 

Róbert og Þorgils Jón Svölu Baldursson voru markahæstir í liði Vals með sex mörk hvor. Björgvin Páll Gústafsson átti mjög góðan leik í markinu og varði 16 skot. Hjá Fram var Kristófer Dagur Sigurðarson markahæstur með 6 mörk og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 5.

Eins og áður sagði er Valur enn með fullt hús stiga eftir fimm leiki. Fram og ÍBV eru jöfn í 2.-3. sæti með sex stig en ÍBV á leik til góða.

Valur 34:27 Fram opna loka
60. mín. Björgvin Páll Gústavsson (Valur) varði skot Kórónar frábæran leik sinn með GEGGJAÐRI vörslu frá Coric á línunni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert