Frá Brasilíu til Akureyrar

Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs og Nathália Baliana.
Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs og Nathália Baliana. Ljósmynd/KA.is

Handknattleikskonan brasilíska Nathália Baliana hefur skrifað undir samning við handknattleiksdeild KA/Þórs og mun leika með liðinu á leiktíðinni.

Baliana gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir sitt nýja lið er það mætir Stjörnunni á útivelli klukkan 18 í kvöld.

Hún er tvítug vinstri skytta sem hefur leikið með Maiastars í Portúgal síðustu tvö ár. Hún hefur æft með KA/Þór undanfarnar vikur og er nú komin með leikheimild.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi KA/Þórs frá því á síðustu leiktíð og afar sterkir leikmenn horfnir á brott.

Sunna Guðrún Pétursdóttir, Aldís Ásta Heimisdóttir, Ásdís Guðmundsdóttir og Rakel Sara Elvarsdóttir eru farnar í félög erlendis, Martha Hermannsdóttir er hætt og Hulda Bryndís Tryggvadóttir er ófrísk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert