Mikilvæg á lokakaflanum í Svíþjóð

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk.
Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Íslendingaliðið Skara er í fínum málum í baráttunni um sæti í átta liða úrslitum sænsku bikarkeppninnar í handbolta eftir 31:30-útisigri á Kungälv í fyrri leik liðanna í dag.

Aldís Ásta Heimisdóttir skoraði fjögur mörk í leiknum og voru tvö þeirra afar mikilvæg á lokakaflanum, en hún gerði tvö af þremur síðustu mörkum Skara í leiknum.

Ásdís Guðmundsdóttir bætti við einu marki en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var ekki í leikmannahópi Skara, þar sem hún gekk í raðir félagsins í gær frá Önnered.

mbl.is