Hannes framlengir í Austurríki

Hannes Jón Jónsson.
Hannes Jón Jónsson. Ljósmynd/handball-westwien.at

Hannes Jón Jónsson, þjálfari karlaliðs Alpla Hard í handknattleik, hefur skrifað undir nýjan samning hjá félaginu, sem gildir til sumarsins 2025.

Hannes tók við stjórnartaumunum hjá austurríska liðinu á síðasta ári og átti upphaflegur samningur hans að renna út að loknu yfirstandandi tímabili.

Greinilegt er ánægja sé fyrir hendi með störf Hannesar og heldur hann því kyrru fyrir að minnsta kosti næstu tæp þrjú ár.

mbl.is