Mjög stolt af þessu skrefi

Sandra Erlingsdóttir í gegn Serbíu á síðasta ári. Sandra er …
Sandra Erlingsdóttir í gegn Serbíu á síðasta ári. Sandra er á leið í leiki með landsliðinu gegn Ísrael dagana 5. og 6. nóvember. mbl.is/Óttar Geirsson

Sandra Erlingsdóttir, 24 ára landsliðskona í handbolta, skipti í sumar úr liði Aalborg í Danmörku og yfir til Metzingen í Þýskalandi. Um stórt stökk er að ræða því hún lék í dönsku B-deildinni með Aalborg á meðan Metzingen er í geysisterkri efstu deild Þýskalands.

„Fyrstu mánuðirnir hafa verið mjög góðir. Það er alveg nóg af æfingum hjá Þjóðverjanum,“ sagði Sandra glaðbeitt við Morgunblaðið, fyrir landsliðsæfingu í TM-höllinni í Garðabæ, heimavelli Stjörnunnar.

Henni gekk afar vel með Aalborg og var valin besti leikmaður liðsins bæði árin sem hún lék með því. Þá var Álaborgarliðið í toppbaráttu bæði tímabilin með Söndru innanborðs, þótt ekki hafi náðst að vinna sér inn sæti í efstu deild.

„Við höfum verið að æfa mjög vel hjá Metzingen. Undirbúningstímabilið var mjög gott en á sama tíma strembið. Það var mjög gott að byrja tímabilið,“ bætir Eyjakonan við.

Viðtalið við Söndru má lesa í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert