Renndum blint í sjóinn

Sunna Jónsdóttir skorar gegn Ísrael í dag.
Sunna Jónsdóttir skorar gegn Ísrael í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Við vissum ekki almennilega hverju við áttum von á og renndum blint í sjóinn en ég er sátt með átta marka sigur í dag,“  sagði Sunna Jónsdóttir, sem var föst fyrir í vörn Íslands sem mætti Ísrael í forkeppni HM kvenna í handbolta að Ásvöllum í dag en hún skoraði líka mark.  

„Við höfðum séð leik þeirra frá júní 2021 og auðvitað voru þær að spila sömu kerfi en þær eru með nýjan þjálfara og hafa fengið nokkrar frá Úkraínu, sem voru að fá vegabréf.  Auðvitað kom eitthvað á óvart en mér fannst við leysa það vel sem kom upp.“

„Við fundum alltaf lausnir við öllu sem Ísrael var að gera og héldum líka áfram einbeittar, héldum líka  haus en komum líka með gleði og léttleika í síðari hálfleik svo ég er nokkuð sátt með þennan leik,“  sagði Sunna en sagði kálið ekki sopið þó í ausuna sé komið.   

„Við höfum verið að þróa hann, breyta ýmsum áherslum í vörninni og bæta í vopnabúrið í sókninni en það verður að halda því áfram.  Mér fannst vanta aðeins uppá samvinnu hjá okkur með markvörslu og varnarleik, sérstaklega í fyrri hálfleik.  Við skorum samt þrjátíu og fjögur mörk, sem gerist ekki oft hjá okkur svo það var margt sem gerðum virkilega vel í dag.  Við þurfum að hafa í huga að það er eiginlega bara hálfleikur núna – hinn er strax á morgun og þetta er ágætis lið svo við verðum að halda áfram að einbeita okkar að okkar leik.“ 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert