Við vissum í raun ekki neitt

Sara Sif Helgadóttir varði mark Íslands á móti Hafdísi Renötudóttur …
Sara Sif Helgadóttir varði mark Íslands á móti Hafdísi Renötudóttur í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég viðurkenni að ég var alveg stressuð en þetta var gaman og eftir á hefði átt að njóta þess betur,“ sagði Sara Sif Helgadóttir markvörður Íslands eftir 34:26 sigur á Ísrael þegar liðin mættust í forkeppni HM kvenna í handknattleik að Ásvöllum í dag.

Hafdís Renötudóttir hóf leikinn á milli stanganna fyrir Ísland en fékk fast skot í andlitið í fyrri hálfleik og var úr leik svo Sara Sif tók við og varði 3 skot sem eftir lifði leiks. „Mér fannst þetta bara fínt hjá okkar liði  en ég hefði sjálf átt að gera betur því þetta var í raun bara einfaldur handbolti.  Við vorum svolítið ragar til að byrja með, gæti verið vegna þess að við vissum ekki hverju við værum að mæta en við fórum í grunninn og treystum á okkar sjálfar. 

Við vorum varla með upplýsingar um mótherjana í dag, vorum búnar að sjá eitthvað um fimm leikmenn hjá þeim en allt hitt voru nýir leikmenn.  Svo skipti Ísrael um þjálfara fyrir nokkrum vikum síðan svo við vissum í raun ekki neitt. Það er kjörið tækifæri til að gera betur í seinni leiknum hér á morgun,“  sagði markvörðurinn eftir leikinn.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert