Gaman að skora sitt fyrsta mark með landsliðinu

Lilja Ágústsdóttir kát með sitt fyrsta landsliðsmark gegn Ísrael í …
Lilja Ágústsdóttir kát með sitt fyrsta landsliðsmark gegn Ísrael í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Mér fannst þetta mjög góður leikur hjá ykkur og gaman að koma inn á til að skora mitt fyrsta mark fyrir landsliðið,“  sagði Lilja Ágústsdóttir, sem kom inn á í sína fyrstu mótsleiki um helgina þegar kvennalandslið Íslands tók á móti Ísrael í Hafnarfirði í forkeppni HM kvenna í handbolta.

Lilja kom inn á í dag og undir lokin skoraði hún sitt fyrsta mark við mikinn fögnuð í stúkunni jafnt sem á vellinum.  „Mér finnst gaman að koma inn í þetta lið.  Margar stelpurnar eru með mikla reynslu, búnar að spila marga leiki en góðar við mann og hjálpa.  Mér fannst fyrri leikurinn geta boðið upp á óvænta hluti því við vissum ekki alveg nógu mikið um tvo nýja leikmenn hjá Ísrael en mér fannst þetta góðir leikir hjá okkur,“ sagði Lilja.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert