Ísland lagði Ísrael tvisvar

Þórey Rósa Stefánsdóttir skorar í leiknum á Ásvöllum í dag.
Þórey Rósa Stefánsdóttir skorar í leiknum á Ásvöllum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

Ísland er komið í umspilið fyrir HM kvenna í handbolta eftir tvo sigra á Ísrael en leikirnir voru báðir háðir á Ásvöllum í gær og dag.  Fyrri leiknum lauk með 34:26-sigri og í dag vann Ísland 33:24.

Eflaust hafi bæði lið grandskoðað upptökur af fyrri leik liðanna á laugardeginum og virtist íslenska liðið hafa farið betur yfir málin.

Íslendingar byrjuðu ekki nógu vel, skutu fram hjá og létu verja frá sér en tóku sig svo á, hristu af sér stressið og byrjuðu að verjast vel en líka sækja af meiri krafti.  Hafdís í markinu sló taktinn með því að verja víti.  Hraðinn jókst og gestirnir áttu í basli með að finna glufu á vörn Íslands, sem á móti var með áræðið lið og hikaði ekki í sóknum sínum.  Í stöðunni 3:7 á 12. mínútu tók svo þjálfari Ísrael leikhlé. 

Íslendingar voru yfir en tókst ekki að slíta alveg frá sér þrátt fyrir miklu betri vörn og betri sóknir.  Þær voru snöggar enda skoraði íslenska liðið nokkur mörk þegar vörn Ísrael var að skokka til baka eftir mark eða varið skot.  Eitthvað hafði þó ræðan í leikhléinu virkað því Ísrael fór að skjóta meira og skora.  Þá tók þjálfari Íslands leikhlé á 24. mínútu í stöðunni 10:12.

Ísland breytti í 5-1-vörn en gekk ekki nógu vel að hemja gestina, sem voru viðbúnir.  Undir lokin gekk mikið á, varin skot og tapaðir boltar, en staðan í leikhléi var 11:14.

Í byrjun síðari hálfleiks skoraði Steinunn Björnsdóttir flott mark en eftir fylgdu nokkur mistök svo Ísrael gekk á lagið og hélt í við heimakonur, sem náðu ekki almennilega á flug.  Engu síður skildu nokkur mörk liðin að og það hefði dugað.  Fljótlega varð þó forystan fimm mörk, 20:25, og þá tók þjálfari Ísrael leikhlé.  Það var samt komin góð stemming í íslenska liðið, leikgleðin var í lagi og það var nóg til að halda örugglega í horfinu.  Jafnvel bæta aðeins við því það örlaði rækilega á stressi í gestunum, sem reyndu hvað mest að hnoðast í gegnum vörn Íslands.  Ísland var því komið algerlega með yfirhöndina í stöðunni 22:30 þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir og þjálfari Íslands tók leikhlé. 

Margir leikmenn létu að sér kveða í dag og nú þurfti Sandra Erlingsdóttir ekki að draga vagninn því Hafdís Renötudóttir í markinu og Andrea Jakobsen létu til sín taka en mestu skipti þó að allir leikmenn íslenska liðsins lögðu hönd á plóg.

Ekki er klárt hvaða þjóð Ísland fær í umspilinu, en það kemur væntanlega ekki í ljós fyrr en á næsta ári. 

Íslensku landsliðskonurnar syngja þjóðsönginn fyrir leikinn í dag.
Íslensku landsliðskonurnar syngja þjóðsönginn fyrir leikinn í dag. mbl.is/Óttar Geirsson
Ísrael 24:33 Ísland opna loka
60. mín. Lilja Ágústsdóttir (Ísland) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert