Skoraði ellefu mörk í Vestmannaeyjum

Rúnar Kárason var magnaður í dag.
Rúnar Kárason var magnaður í dag. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Rúnar Kárason fór á kostum fyrir ÍBV þegar liðið tók á móti Gróttu í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í Vestmannaeyjum í 9. umferð deildarinnar í dag.

Leiknum lauk með 34:31-sigri Eyjamanna en Rúnar gerði sér lítið fyrir og skoraði ellefu mörk í leiknum.

Jafnræði var með liðunum til að byrja með og var staðan 16:15, ÍBV í vil, í hálfleik. Liðin skiptust á að skora í upphafi síðari hálfleiks en þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka náði Eyjamenn yfirhöndinni í leiknum og létu forystuna ekki af hendi eftir það.

Kári Kristján Kristjánsson og Dánjal Ragnarsson skoraðu fjögur mörk hvor fyrir ÍBV en Þorgeir Bjarki Davíðsson var markahæstur Seltirningi með sjö mörk. Þá varði Einar Baldvin Baldvinsson 16 skot í marki Gróttu og var með 34% markvörslu.

ÍBV er með 10 stig í fimmta sæti deildarinnar en Grótta er í níunda sætinu með 5 stig.

Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 11, Kári Kristján Kristjánsson 4, Dánjal Ragnarsson 4, Arnór Viðarsson 3, Gabríel Martinez 3, Janus Dam Djurhuus 3, Dagur Arnarsson 3, Róbert Sigurðsson 2, Elmar Erlingsson 1.

Varin skot: Petar Jokanovic 8, Jóhannes Esra Ingólfsson 1.

Mörk Gróttu: Þorgeir Bjarki Davíðsson 7, Jakob Ingi Stefánsson 6, Andri Þór Helgason 4, Theis Koch Sondergaard 4, Ágúst Emil Grétarsson 3, Daníel Örn Griffin 2, Elvar Orri Hjálmarsson 1, Hannes Grimm 1, Akimasa Abe 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Lúðvík Thorberg Arnkelsson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, Daníel Andri Valtýsson 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert