Afturelding fór illa með Selfoss – FH marði ÍR

Selfyssingurinn Atli Ævar Ingólfsson og Mosfellingurinn Birkir Benediktsson takast á …
Selfyssingurinn Atli Ævar Ingólfsson og Mosfellingurinn Birkir Benediktsson takast á að Varmá í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Afturelding er komið í annað sæti úrvalsdeildar karla í handknattleik, Olísdeildarinnar, eftir stórsigur gegn Selfossi að Varmá í Mosfellsbæ í 10. umferð deildarinnar í kvöld.

Leiknum lauk með 38:31-sigri Aftureldingar en Þorsteinn Leó Gunnarsson var markahæstur hjá Mosfellingum með níu mörk.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en þegar líða fór á fyrri hálfleik náði Afturelding yfirhöndinni í leiknum og leiddi 17:13 í hálfleik. 

Afturelding komst níu mörkum yfir um miðjan síðari hálfleikinn og Selfyssingar voru aldrei líklegir til afreka eftir það.

Jovan Kukobat átti stórleik í marki Aftureldingar og varði 16 skot en Einar Sverrisson var markahæstur hjá Selfossi með níu mörk.

Afturelding er með 14 stig í öðru sætinu en Selfoss er í því sjöunda með níu stig.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 9, Blær Hinriksson 7, Einar Ingi Hrafnsson 6, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 3, Gestur Ólafur Ingvarsson 3, Árni Bragi Eyjólfsson 3, Pétur Júníusson 2, Birkir Benediktsson 2, Ágúst Atli Björgvinsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1. 

Varin skot: Jovan Kukobat 15, Brynjar Vignir Stefánsson 2.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9, Guðmundur Hólmar Helgason 7, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Atli Ævar Ingólfsson 2, Hannes Höskuldsson 2, Ísak Gústafsson 2, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Sölvi Svavarsson 1. 

Varin skot: Vilius Rasimas 5.

Ásbjörn Friðriksson skoraði sjö mörk í kvöld.
Ásbjörn Friðriksson skoraði sjö mörk í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Ásbjörn Friðriksson og Birgir Már Birgisson voru markahæstir FH-inga þegar liðið marði sigur gegn ÍR í Kaplakrika í Hafnarfirði.

Leiknum lauk með 33:30-sigri FH en Hafnfirðingar leiddu með einu marki í hálfleik, 18:17.

FH náði mest þriggja marka forskoti í fyrri hálfleik en ÍR-ingar voru þó aldrei langt undan og tókst iðulega að jafna metin.

Staðan var jöfn, 27:27, þegar tíu mínútur voru til leiksloka en FH-ingar voru sterkari á lokamínútunum og tókst að sigla sigrinum í höfn.

Ásbjörn og Birgir skoruðu sjö mörk hvor fyrir FH en Arnar Freyr Guðmundsson fór á kostum fyrir ÍR og skoraði 11 mörk.

FH er með 14 stig í þriðja sætinu en ÍR er með fimm stig í ellefta sætinu.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 7, Birgir Már Birgisson 7, Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Einar Örn Sindrason 2, Jón Bjarni Ólafsson 2, Veigar Snær Sigurðsson 2, Jóhannes Berg Andrason 1.

Varin skot: Phil Döhler 13.

Mörk ÍR: Arnar Freyr Guðmundsson 11, Viktor Sigurðsson 7, Friðrik Hólm Jónsson 4, Dagur Sverrir Kristjánsson 3, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 2.

Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 7, Rökkvi Steinunnarson 2.

mbl.is