Íslenskir landsliðsmenn góðir á móti Val

Teitur Örn Einarsson lék vel gegn Val.
Teitur Örn Einarsson lék vel gegn Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalið Vals í handbolta fékk þýskt stórlið í heimsókn í Evrópukeppni annað árið í röð er Flensburg kom á Hlíðarenda og vann 37:32-sigur í Evrópudeildinni á þriðjudag.

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var markahæstur hjá Flensburg á þriðjudag með sjö mörk. Það sást frá fyrstu mínútu að Teitur var staðráðinn í að gera vel gegn íslensku liði. Hann var mjög ógnandi frá fyrstu sókn og lét vel finna fyrir sér í vörninni.

Í fyrra var Bjarki Már Elísson markahæstur fyrir Lemgo með níu mörk. Rétt eins og Teitur var Bjarki staðráðinn í að standa sig gegn íslensku liði. Bjarka tókst meira að segja að fá stuðningsmenn Vals á móti sér, þegar Björgvin Páll Gústavsson fékk rautt spjald fyrir brot á Bjarka. Það styttist í að Kristján Örn Kristjánsson komi með franska liðinu Aix og mæti Val. Hann ætlar sér að feta í fótspor liðsfélaga sinna í landsliðinu.

Bakvörður Jóhanns er í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Bjarki Már Elísson var ekki vinsælasti maðurinn á Hlíðarenda í …
Bjarki Már Elísson var ekki vinsælasti maðurinn á Hlíðarenda í fyrra. mbl.is/Unnur Karen
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »