Auðvelt hjá Íslandsmeisturunum á Ísafirði

Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði átta mörk fyrir Val í …
Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði átta mörk fyrir Val í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals gerðu góða ferð til Ísafjarðar og unnu þar öruggan 45:28-sigur á nýliðum Harðar í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, í kvöld.

Yfirburðir Vals voru miklir og leiddi liðið með tíu mörkum í leikhléi, 25:15.

Síðari hálfleikurinn var því eins konar formsatriði fyrir gestina, sem juku forskotið jafnt og þétt og unnu að lokum gífurlega öruggan 17 marka sigur.

Valur er eftir sigurinn áfram á toppi Olísdeildarinnar, nú með 20 stig eftir 11 leiki, sex stigum fyrir ofan Aftureldingu og FH í sætunum fyrir neðan.

Hörður heldur þá kyrru fyrir á botni deildarinnar með aðeins 1 stig eftir 11 leiki.

Mörk Harðar: Suguru Hikawa 6, Axel Sveinsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Endijs Kusners 3, Sudario Eidur Carneiro 3, Victor Iturrino 3, Jhonatan Santos 2, Daníel Wale Adeleye 2, Guilherme Andrade 1, Tadeo Ulises Salduna 1.

Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 12.

Mörk Vals: Þorgils Jón Svölu Baldursson 8, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Vignir Stefánsson 6, Bergur Elí Rúnarsson 6, Róbert Aron Hostert 4, Finnur Ingi Stefánsson 4, Aron Dagur Pálsson 3, Agnar Smári Jónsson 3, Arnór Snær Óskarsson 2, Breki Hrafn Valdimarsson 1, Stiven Tobar Valencia 1.

Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 9, Sakai Motoki 7.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert