Stjarnan kjöldró Íslandsmeistarana

Helena Rut Örvarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í kvöld.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði tíu mörk fyrir Stjörnuna í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan gerði sér lítið fyrir og vann 33:21-stórsigur á ríkjandi Íslandsmeisturum Fram er liðin mættust í úrvalsdeild kvenna í handknattleik, Olísdeildinni, í Framhúsinu í Úlfarsárdal í kvöld.

Í fyrri hálfleik var jafnræði með liðunum en Stjarnan var þó skrefi framar og leiddi með þremur mörkum, 12:9, í leikhléi.

Í síðari hálfleik byrjuðu gestirnir úr Garðabænum á því að skora fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og staðan orðin 15:9.

Framarar náðu ekki að jafna sig á þessari góðu byrjun Stjörnukvenna, sem gengu á lagið þegar líða tók á síðari hálfleikinn og sigldu að lokum geysilega öruggum tólf marka sigri í höfn.

Helena Rut Örvarsdóttir var markahæst í leiknum með tíu mörk fyrir Stjörnuna. Eva Björk Davíðsdóttir bætti við sjö mörkum.

Darija Zecevic lék vel í marki Stjörnunnar og varði 14 skot. Var hún með rúmlega 41 prósent markvörslu.

Hjá Fram var Steinunn Björnsdóttir markahæst með fimm mörk. Kristrún Steinþórsdóttir og Perla Ruth Albertsdóttir bættu þá við fjórum mörkum hvor.

Hafdís Renötudóttir varði 12 skot í marki Fram og var með rúmlega 32 prósent markvörslu.

Stjarnan er áfram í öðru sæti deildarinnar en er nú með 14 stig eftir átta leiki, jafnmörg og topplið Vals sem á leik til góða.

Fram heldur þá kyrru fyrir í fjórða sætinu þar sem liðið er með 8 stig eftir átta leiki.

Mörk Fram: Steinunn Björnsdóttir 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 4, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Tamara Jovicevic 2, Tinna Valgerður Gísladóttir, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1, Madeleine Lindholm 1, Daðey Ásta Hálfdánsdóttir.

Varin skot: Hafdís Renötudóttir 12, Soffía Steingrímsdóttir 1.

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 10, Eva Björk Davíðsdóttir 7, Lena Margrét Valdimarsdóttir 5, Elísabet Gunnarsdóttir 3, Britney Cots 2, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 2, Aníta Theodórsdóttir 2, Anna Karen Hansdóttir 1, Stefanía Theodórsdóttir.

Varin skot: Darija Zecevic 14.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert