Andrea mikilvæg í naumum sigri

Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Álaborg eru á toppnum …
Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Álaborg eru á toppnum í dönsku B-deildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonan Andrea Jacobsen var mikilvæg í naumum sigri EH Álaborg á Bjerringbro í dönsku B-deildinni í handbolta í dag. 

Andrea setti fimm mörk í liði Álaborg sem vann með tveimur mörkum, 27:25. Álaborg er með 14 stig í efsta sæti deildarinnar eftir átta leiki. 

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í sjö marka heimatapi karlaliðs Álaborgar fyrir Skanderborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag en Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Álaborgar. Leiknum lauk með 31:24 sigri útiliðsins. 

Álaborg er í öðru sæti deildarinnar með 25 stig, tveimur frá GOG á toppnum.

mbl.is