Selfoss vann botnslaginn

Katla María Magnúsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Selfoss í kvöld.
Katla María Magnúsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Selfoss í kvöld. mbl.is/Óttar Geirsson

Selfoss vann mikilvægan sex marka sigur á HK í Olísdeild kvenna í handknattleik á Selfossi í dag. 

Jafnræði var á milli liðanna allan fyrri hálfleikinn og Selfyssingar leiddu aðeins með einu marki, 15:14, er liðin gengu til búningsklefa. 

Í síðari hálfleik kom Selfoss sér strax í þægilega forystu og eftir sex mínútur var heimaliðið komið fjórum mörkum yfir. Selfyssingar juku aðeins á forskot sitt og náðu mest níu marka forystu. Leiknum lauk þó með sex marka sigri, 32:26. 

Katla María Magnúsdóttir var langmarkahæst í liði Selfoss með 12 mörk. Sara Katrín Gunnarsdóttir var markahæst í liði HK með níu mörk. 

Selfoss er í sjöunda sæti deildarinnar með fjögur stig. HK er sæti neðar, á botninum, með 2 stig. 

Mörk Selfoss: Katla María Magnúsdóttir -12. Rakel Guðjónsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir - 6. Tinna Sigurrós Traustadóttir - 4. Anna Kristín Einarsdóttir - 2. Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Inga Sól Björnsdóttir - 1. 

Varin skot: Cornelia Hermannsson - 13. Dröfn Sveinsdóttir - 0. 

Mörk HK: Sara Katrín Gunnarsdóttir - 9. Embla Steindórsdóttir, Leandra Náttsól Salvamonser - 5. Sóley Ívarsdóttir, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir - 2. Inga Dís Jóhannsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Aníta Eik Jónsdóttir - 1. 

Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen - 3.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert