FH vann toppslaginn gegn Aftureldingu

Jóhannes Berg Andrason skoraði tíu mörk fyrir FH í kvöld.
Jóhannes Berg Andrason skoraði tíu mörk fyrir FH í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

FH kom sér upp í annað sæti Olísdeildar karla í handknattleik með öruggum 38:33-sigri á Aftureldingu í toppslag í Kaplakrika í kvöld.

Eftir mikið jafnræði með liðunum til að byrja með náði FH góðri stjórn á leiknum þegar fyrri hálfleikur var rúmlega hálfnaður.

Leiddu heimamenn með sex mörkum, 19:13, í hálfleik.

Í síðari hálfleik hélt FH dampi og hleypti gestunum úr Mosfellsbænum ekki nær sér en fjórum mörkum.

Niðurstaðan að lokum var sanngjarn fimm marka sigur Hafnfirðinga.

Ásbjörn Friðriksson fór á kostum í liði FH en hann skoraði 11 mörk og gaf fjórar stoðsendingar að auki.

Skammt undan var liðsfélagi hans Jóhannes Berg Andrason með tíu mörk. Phil Döhler varði þá 13 skot í marki FH.

Markahæstur hjá Aftureldingu var Blær Hinriksson með níu mörk og gaf hann einnig fimm stoðsendingar.

Á eftir honum kom Þorsteinn Leó Gunnarsson með átta mörk. Jovan Kukobat varði tíu skot í marki Mosfellinga.

Með sigrinum hafði FH sætaskipti við Aftureldingu og er nú í öðru sæti deildarinnar með 16 stig en FH er nú í þriðja sæti, enn með 14 stig.

Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 11, Jóhannes Berg Andrason 10, Jakob Martin Ásgeirsson 5, Einar Bragi Aðalsteinsson 4, Jón Bjarni Ólafsson 2, Ágúst Birgisson 2, Einar Örn Sindrason 2, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Birgir Már Birgisson 1.

Varin skot: Phil Döhler 13, Axel Hreinn Hilmisson 0.

Mörk Aftureldingar: Blær Hinriksson 8, Þorsteinn Leó Gunnarsson 8, Einar Ingi Hrafnsson 5, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Birkir Benediktsson 4, Igor Kopyshynskyi 2.

Varin skot: Jovan Kukobat 10, Brynjar Vignir Sigurjónsson 3.

mbl.is