Sneri aftur eftir sjö mánaða fjarveru

Elín Jóna Þorsteinsdóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Elín Jóna Þorsteinsdóttir í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdótir, landsliðsmarkvörður í handknattleik, sneri aftur í mark Ringköbing í gær eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla.

Elín Jóna meiddist á mjöðm í verkefni með landsliðinu í apríl síðastliðnum og þurfti að gangast undir aðgerð vegna þeirra.

Vegna meiðslanna hefur hún ekkert getað spilað í rúma sjö mánuði en var mætt aftur í mark félagsliðs síns í gær.

Þar varði Elín Jóna sex skot í 26:24-sigri Ringköbing á Skanderborg, liði Steinunnar Hansdóttur, í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert