52 ára fangelsi fyrir morð á handknattleiksmanni

Ljósmynd/Szilvia Micheller

Í vikunni voru tveir karlar og ein kona dæmd í samtals 52 ára fangelsi fyrir rétti í Skopje í Norður-Makedóníu fyrir morðið á króatíska handknattleiksmanninum Denis Tot.

Karlarnir tveir og konan réðust á Tot fyrir utan veitingastað í Skopje í apríl síðastliðnum og börðu. Var hann fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést skömmu síðar af sárum sínum.

Tot var aðeins 28 ára þegar hann lést. Var Tot leikmaður Butel Skopje þar í borg þegar hann andaðist.

Samkvæmt norðurmakedónska dagblaðinu Sloboden Pecat voru þau Angelo Gjorgievski og Klementina Levkovska dæmd í 18 ára fangelsi og Andrej Kostovski í 16 ára fangelsi, öll fyrir morð.

Gjorgievski er 28 ára gamall og bæði Levkovska og Kostovski eru 19 ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert