Sex íslensk mörk dugðu ekki

Hákon Daði Styrmisson átti fínan leik, þrátt fyrir tap.
Hákon Daði Styrmisson átti fínan leik, þrátt fyrir tap. Ljósmynd/Michael Kleinjung

Rhein-Neckar Löwen hafði betur gegn Gummersbach í Íslendingaslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 32:29.

Gummersbach var með 28:27-forskot þegar skammt var eftir, en gestirnir í Löwen keyrðu yfir nýliðana á lokakaflanum.

Hákon Daði Styrmisson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach og Elliði Snær Viðarsson eitt. Ýmir Örn Gíslason komst ekki á blað hjá Löwen.

Löwen er í þriðja sæti deildarinnar með 23 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Füchse Berlin. Gummersbach er í níunda sæti með 14 stig.  

mbl.is