Þorsteinn í finnska landsliðið

Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er kominn í finnska landsliðið.
Þorsteinn Gauti Hjálmarsson er kominn í finnska landsliðið. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur verið valinn í finnska landsliðið og mun leika með því á æfingamóti í upphafi næsta árs.

Amma Þorsteins í föðurætt var finnsk og var því hægt að sækja um tvöfalt ríkisfang fyrir leikmanninn þegar hann var barn.

„Ég lét þá úti í Finnlandi vita að ég væri til í að skoða möguleikann á því að spila fyrir þá og þannig fór boltinn að rúlla. Ég fékk boð að mæta til æfinga í janúar og taka þátt í æfingarmóti í Lettlandi fyrstu helgina í janúar.

Ég reikna með að ég og þeir taki stöðuna eftir mótið og skoði framhaldið. Ég þekki lítið til þeirra og styrkleika liðsins, hins vegar verður gaman og spennandi að máta sig við þá og aðra í þessu æfingamóti á nýju ári,“ er haft eftir leikmanninum á samfélagsmiðlum Fram.  

mbl.is