Fór á kostum í Þýskalandi

Sveinn Andri Sveinsson átti afar góðan leik í kvöld.
Sveinn Andri Sveinsson átti afar góðan leik í kvöld. Ljósmynd/Rostock

Empor Rostock og Konstanz skildu jöfn, 32:32, á heimavelli síðarnefnda liðsins í þýsku B-deildinni í handbolta í kvöld.

Sveinn Andri Sveinsson átti einn sinn besta leik fyrir Empor Rostock til þessa, því hann gerði átta mörk og lagði upp fjögur til viðbótar á liðsfélaga sína. Hafþór Vignisson bætti við tveimur mörkum.

Þá skoraði Tumi Steinn Rúnarsson fimm mörk fyrir Coburg í 30:27-heimasigri á Nordhorn.

Empor Rostock er í 18. sæti af 20 liðum með sjö stig eftir 14 leiki og í mikilli fallbaráttu. Coburg er í níunda sæti með 15 stig.

mbl.is